Á Hverfanda Hveli <$BlogRSDUrl$>

Á Hverfanda Hveli

Tuesday, March 14, 2006

Danski kúrinn





Í morgun fékk ég mér ristað brauð með eggi og smá klípu (ég fæ vigtina í kvöld hehe), eina risavaxna appelsínu og hálfan lítra af vatni. Ég var svo södd að ég hélt að ég myndi gubba. Ég þurfti að borða appelsínuna í tveimur áföngum.

Ég er ekki á fundum þar sem að ég er alltaf að vinna þegar fundirnir eru, en ég er búin að næla mér í matardagbókina og prógrammið og búin að lesa mér til óbóta á bloggsíðum og Barnalandi um kúrinn undanfarið hálft ár. Samt er ég ennþá með ótal spurningar um þetta. Ég er að vona að einhverjir DDV snillingar komi í heimsókn til mín hingað og hjálpi mér með þetta eitthvað.

Tl dæmis, ég keypti DDV ís og pítsu og eplamuffins í Hagkaup í gær. Á þeim er merkt alveg þúsund extra krossar, en á matardagbókinni eru bara nokkrir. Eru þessir krossar allir fyrir allar muffins kökurnar eða hverja fyrir sig? Og spara ég þá extra frá deginum áður til þess að mega borða þær? Virkar það þannig, eins og Weight Watchers? Þetta veldur mér miklum heilabrotum :)

Svo er það með ísinn, hvernig vigtar maður hann? Ef ég nota til dæmis allan mjólkur og fitu skammtinn minn í hann, borða ég þá allan ísinn? Hvað er það mikið extra?

Ég keypti 100% kakó og vanillukorn, telst það sem extra eða sem krydd?

Og má nota Canderel sætuefni, en ekki þetta fljótandi? Það fara herir af DDV konum á undan mér hvert sem ég fer, og það er allt uppselt sem ég ætla að kaupa.

Ég keypti líka Melba toast, teljast 30 grömm af því sem ein brauðsneið?

Já, og með búðinginn... það var bara til Oetker möndlubúðingur. Romm og vanillu var uppselt (dææææs...), en er möndlubúðingurinn í lagi? Hann er sykurlaus líka.

Ok, nóg af spurningum... annars kemur enginn aftur í heimsókn..hehe


Comments:
Hæ hæ, gott hjá þér að byrja á þessu svona opinberlega, það styður alveg helling, ég þekki eina sem er búin að missa 20 kg á þennan hátt á DDV og með bloggi,olafia.blogspot.com. ég held að ég geti svarað einhverju. ef þú býrð til ís úr öllum dagskammtinum þá áttu að borða allan ísinn. Hrökkbrauð er ekki leyfilegt, bara venjulegt brauð.Það má nota fljótandi sætuefni en ég veit að það er verið að selja eitthvert sérstakt á fundunum. Annars er búið að breyta svo miklu síðan ég var í þessu. Ég held að það sé nauðsynlegt að fara á fundi til að fá þetta á hreint svona fyrst. ég skal vera dugleg að kíka hér inn á og hvetja þig áfram. Svo held ég að það sé sniðugt að fara á ddv spjallið þar fengir þú fullt af upplýs.En þá þarftu örugglega að borga, æji ég veit ekkert um þetta. gangi þér vel!!
 
Post a Comment

Archives