Á Hverfanda Hveli <$BlogRSDUrl$>

Á Hverfanda Hveli

Wednesday, March 15, 2006

Eftirrétturinn

Ég stal uppskrift frá Súper S af búðingi með jarðarberjum og súkkulaði ofan á. Rosalega gott, en ég er reyndar hrædd um að ég hafi ekki borðað allan mjólkurskammtinn.

EN... á matseðlinum er listi yfir fitu sem á að borða daglega. Í matardagbókinni eru síðan 3 krossar fyrir fitu. Má ég þá borða eitthvað þrennt af listanum, eða ef ég borða eitthvað eitt af listanum, telst það þá sem allir þrír krossarnir, eins og t.d 6 tsk af létt majonesi? Er það einn kross í fituskammtinn eða þrír krossar?

Og má safna fituskammti upp yfir vikuna eins og extranu?

Ég held að ég verði bara að fara að hætta í vinnunni og ferðast um landið og sitja þessa fundi full time, þetta er svo flókið allt saman. Samt finnst mér eins og að þegar ég kemst inn í þetta, þá verði þetta mjög einfalt og skemmtilegt. Mig vantar bara svo að geta spurt einhvern þessara spurninga. Leitaði reyndar á Barnaland í gær og fékk mjög góð svör þar við mörgum af spurningunum sem ég var með í gær. But a new day brings about 8384327 new questions...

Annars ætla ég að prófa lifrina á Nings í hádegismat í dag. Vildi samt að þeir væru með fisk. Ég hef aldrei borðað fisk og þar af leiðandi eldað hann, og kann því ekkert á hann. Væri gott að geta losnað við elda allar þessar fiskmáltíðir. Veit ekkert hvað ég á að gera við þær.... sýð bara fiskinn og gleypi hann í einum bita og borða svo grænmeti í matinn. :)


Comments:
300 GR af grænmeti er miklu meira en maður heldur, og það er ferlega erfitt að koma þessu ofan í sig 2x dag. En stundum er gott að steikja þetta á pönnu. Svo er líka til ódýrt frosið grænmeti í bónus sem er auðvelt að setja á pönnu og krydda heilmikið. Þú ert rosalega dugleg og hugrökk og gera þetta svona opinberlega ég er svo mikil hæna, ég þori þessu ekki. Gangi þér vel í dag, kv Nanna Dögg
 
Ég var að reyna að skilja eftir comment en ég veit ekki hvort það gekk,svo ég ætla að reyna aftur, ég vildi bara segja þér hvað mér finnst þú dugleg að gera þetta svona opinberlega, annað en hænan ég :P Það er líka rosalega mikið að borða grænmeti 2x300 gr en það er miklu betra að steikja þetta og krydda vel, þú getur fengið ódýrt frosið grænmeti í Bónus, þá gengur þetta frekar ofaní mann. Gangi þér vel dag kv. Nanna Dögg
 
hver kross í fitu jafngildir 5g af fitu eða 10g af léttari fitunni (klípa, létt majo)fituskammt má ekki safna upp og passaðu þig rosalega vel að fá þessi 15/30g af fitu á dag, og vertu nákvæm á hana.
Varðandi fiskinn þá er svo einfalt að elda fisk. t.d. setja lax á bökunarplötu, krydda og í ofn á 200 gráður í 15-20 mín, eða setja vatn í pott og láta suðuna koma upp, henda fisk í og sjóða í nokkrar mín. Svo máttu fá þér graflax og rækjur. Getur gert þér rækjusalat í hádegi. Fiskurinn er rosalega mikilvægur í því að léttast.
 
Post a Comment

Archives