Á Hverfanda Hveli <$BlogRSDUrl$>

Á Hverfanda Hveli

Tuesday, March 14, 2006

Fyrsta kvöldmáltíðin

Vá... vááááá... váááá. Ég hef aldrei gert mér grein fyrir því hvað 300 grömm af grænmeti er ógeðslega mikið. Mér þykja tómatar góðir en meira að segja ég var farin að kúgast þarna undir lokin. Reyni að elda grænmetið frekar næst.

Ég bjó til mjög gott hakk og spaghetti í kvöldmatinn, skipti svo afgangnum niður og frysti þannig að nú á ég 5 tilbúna skammta af hakki og spaghetti í frystikistunni. Það verður ágætt eftir svona 1 - 2 vikur ef ég geri þetta svotil alltaf, þá á ég eftir að eiga ágætis birgðir af þessu. Ég var samt svo ringluð í eldamennskunni. Ég held að ég hafi gert þetta allt rétt, en ég setti reyndar svona smádós af tómatmauki og tómatsósu ofan í hakkið. Svo vigtaði ég kjötið með tómatsósunni og öllu. Taldi að það gerði ekki mjög mikið til þó ég fengi aðeins minna kjöt en ég "á rétt á" þar sem að lágmarksskammturinn er 80 grömm skilst mér.

Fór í hádeginu á Nings og keypti mér kjúkling í ostrusósu og 300 grömm grænmeti. Þeir voru með einhverja mestu ógeðis sveppi sem ég hef á ævi minni séð. Ég píndi einn ofan í mig og átti allt eins von á því að ég færi að sjá ofsjónir eftir á. Þetta leit út eins og iglur, og var svona álíka slímugt og slepjulegt. Fyrir utan þá var þetta samt mjög góður réttur, en ég neyddist til að skilja smá grænmeti eftir. Ég GAT ekki borðað iglur. Þetta var eins og í Fear Factor.

Nú ætla ég hins vegar að ræna uppskrift frá einhverjum og reyna að búa til ætan eftirrétt. Ég keytpi mér ísvél áðan og er með hugann allan við þetta. Ég held að 80% af matnum sem ég keypti í gær fyrir kúrinn sé fyrir eftirréttina, hehe. Ég er svo agaleg forréttindadrós.


Comments: Post a Comment

Archives