Á Hverfanda Hveli <$BlogRSDUrl$>

Á Hverfanda Hveli

Sunday, March 19, 2006

Lean Cusine

Ég eignaðist nýjan og óvæntan bandamann á Fimmtudaginn - fiskur. Ég hef ekki borðað fisk að einstaka smakkbitum (í góðri trú) í 11 ár. Haaataði fisk. Vildi aldrei borða fisk. En hvað er maður ekki tilbúinn að leggja á sig til þess að losna við spikið? Ég verð nú að segja að ég vissi ekki alveg hvernig mér myndi ganga að borða fisk þrisvar í viku og kveið svolítið fyrir því að þurfa að prófa þetta. En ég fór og keypti mér silungsflak, spes kryddað og fínt, í Nóatúni og grillaði það í ofni í nokkrar mínútur heima um kvöldið og man oh man hvað þetta var gott. Alveg geggjaður matur, ég mun pottþétt elda þetta aftur fljótlega. Og þvílíkur léttír, nú veit ég allavega að ég get alveg borðað fisk og er orðin mun bjartsýnni á þessa lífstílsbreytingu fyrst þetta gekk svona vel. :)

Með silungnum bjó ég til alveg geggjað kartöflusalat, notaði fituskammtinn minn í það og gerði það úr 4 tsk af létt majónesi og 1 msk af létt sýrðum rjóma, bætti svo út í 1 tsk af sinnepi, brytjaði niður vorlauk og bætti út í ásamt smátt brytjaðri papriku. Setti þetta síðan saman við 100 grömm af kartöflum og þetta var bara æðislegt með fiskinum og grænmetinu. Þvílíkt vel heppnuð máltíð bara.

Í gærkvöldi keypti ég lambafilet handa mér og kærastanum, sem er mér til stuðnings kominn líka á danska kúrinn (tek það fram að hann er grannur íþróttamaður, greyið á eftir að enda eins og kústskaft!! haha). Gerði aftur kartöflusalatið góða, og steikti sveppi, papriku og hvítlauk saman og bar það fram með kjötinu. Þetta var líka rosalega góður matur... ég er bara svo ánægð hvað það er hægt að nýta sér mikla fjölbreytni á þessum kúr. Í fyrstu er þetta rosalega yfirþyrmandi og manni finnst maður eiginlega ekkert getað borðað nema eintóman kjúkling og hroðalegt magn af grænmeti, en síðan viti menn... ég er að borða rosalega góðar og flottar máltíðir á hverju kvöldi, og bý til æðislega desserta. Er reyndar pínulítið ósátt við hvað ég eyði alltaf rosalegum tíma í eldhúsinu, en ég venst því fljótt og er líka búin að vera mjög dugleg að frysta nákvæma skammta þannig að ef ég er alveg að sálast úr leti eitthvert kvöldið, þá get ég gripið eitthvað úr frystinum.

Ég var búin að missa trúna á að ég gæti nokkuð verð að léttast eitthvað af öllum þessum groumet máltíðum, og með því að raða í mig búðing og ís öll kvöld... þannig að ég stalst á vigtina og viti menn, ég er farin niður um tæp tvö kíló og vikan er ekki úti enn!

Var samt að gera tilraun rétt í þessu með grænmetisskammtinn, hann vex mér enn ofboðslega í augum. Ég afhýddi tvo tómata, og eina appelsínu (og fjarlægði flest af þessu hvíta) og setti í mixer með smá köldu vatni og sætuefni og bjó til svona grænmetisdjús og það var bara mjög fínt. Þetta var náttúrulega svolítið mikið magn, þar sem það var heil appelsína og vatn þarna ofan í líka en ég hafði það af að drekka þetta. Hugsa að ég gæri þetta aftur við og við þegar ég er komin með alveg upp í kok af öllu grasátinu. :)


Comments:
Hæ. Mér líst svaka vel á bloggið þitt og svo erum við jafn gamlar þannig að ég ákvað að kommenta. Held að við séum svakalega svipaðar týpur. Ég leyfi mér nefnilega líka ALLT, sama hvort ég á pening eða ekki. Ef að mig langar í eitthvað þá fæ ég mér. Er mikið búin að vera hugsa um að byrja á danska en allt þetta grænmeti ásamt þessari "dásamlegu" lifur hefur eiginlega fælt mig frá. Er samt ekki alveg búin að gefa þetta upp á bátinn ennþá....
Kveðja Sperran
 
Hæ hæ, jæja hvernig gengur? er allt a rettri leið ennþa? eg bið eftir meiri bloggi. mer list vel a kartöflusalatið mmmmm. þu lætur heyra i ter :) ;) kv, Nanna Dögg
 
Post a Comment

Archives