Á Hverfanda Hveli <$BlogRSDUrl$>

Á Hverfanda Hveli

Thursday, March 16, 2006

Með illan bifur á lifur

Ég hef eignast nýjan óvin sem ég sver að hata allt til dauðadags - LIFUR!! Ég hafði vanmetið illsku þessa óvinar og taldi, þar sem ég ólst upp á hræðilegu heimili þar sem elduð var lifur í kvöldmatinn öðru hvoru, að ég myndi nú ráða léttilega við 120 grömm af lifur einu sinni í viku. Ég pantaði lifrarréttinn frá Nings í gær í hádeginu, og ég náði held ég að neyða ofan í mig nokkrum bitum þangað til að tilraunir líkams til þess að selja þessu upp voru orðnar einum of ágengar og ég gafst upp. Skrapp niður í Nóatún í staðinn og keypti mér eitt vanilluskyr, einn banana og brauðpoka. Þar sem ég er ekki með neina vigt í vinnunni gramsaði ég í grænmetisbökkunum þangað til ég fann stærðarinnar agúrku sem var merkt 300 grömm. Ég fékk mér síðan þurra brauðsneið með hálfum banana (sem var reyndar bara mjög gott) og vanilluskyr. Skildi samt eftir svona eina matskeið sirka af því að dollan inniheldur 20 grömmum meira skyr en ég má borða. Fannst þetta nú bara nokkuð góður og saðsamur hádegisverður og var bara sátt við þetta alltsaman. En svo kom að agúrkunni.

Ég á í rosalegum erfiðleikum með að borða allt þetta grænmeti. Þetta hafðist nú þó fyrir rest. Ég veit að heil agúrka er kannski ekki mjög fjölbreyttur grænmetisskammtur, ahem, en ég átti ekki um margt að velja.

Í kvöldmatinn hafði ég síðan æðislegan kjúkling. Ég vissi ekkert hvað ég gat gert við hann og hafði enga uppskrift, en hann var rosalega góður. Ég bara skar niður bringu, kryddaði hana með Cajun kryddi og steikti á pönnu. Bætti svo við vatni og lét kjúklinginn sjóða í smástund, setti svo 4 tsk hveiti (ég skipti skammtinum í nokkra skammta) út í og eina matskeið af sýrðum rjóma. Síðan setti ég 100 grömm papriku út í þetta líka. Og þetta var bara líka svona rosalega gott. Ég var búin að pína ofan í mig 200 grömm tæp af grænmeti áður en ég borðaði, þannig að ég skar niður 100 grömm af tómötum og borðaði með kjúklingnum. Ætlaði að skipta ávexti fyrir grjón en ég hreinlega nennti ekki að elda þau, en það hefði samt verið mjög gott með.

Ahh, fyrsta frumsamda danska kúrs uppskriftin.. :p Ég fæ ábyggilega ægilegt hótunarbréf núna frá Margréti drottningu... Det er ikke som vi danske gör det!!

Ég ruglaðist samt eitthvað og borðaði héld ég tvöfaldan mjólkurskammt af því að ég fékk mér búðing í eftirrétt, en ég fattaði ekki að ég var ábyggilega búin að borða mjólkurskammtinn minn í hádeginu þegar ég fékk mér skyrið.

Hvernig er það, ef ég sleppi kjöti og borða skyr, á ég þá engan mjólkurskammt eftir um kvöldið? Ég er orðin alveg kexrugluð í þessu, ég sver það.

En jæja, þetta er alltaf að skýrast betur og betur... vona ég allavega :)


Comments:
mig langaði bara að segja þér að skyr tilheyrir ekki mjólkurskammtinum heldur er það metið eins og magur ostur :)
Gangi þér vel
 
Post a Comment

Archives