Á Hverfanda Hveli <$BlogRSDUrl$>

Á Hverfanda Hveli

Friday, March 24, 2006

Skal vi snakke sammen

Allt gengur enn vel með danska kúrinn, so far so good eins og skáldið sagði. Annars er ég búin að eiga nokkuð marga daga sem hafa ekki verið 100%, annaðhvort of fáir ávextir, of lítið vatn, of mikil mjólk eða eitthvað þvíumlíkt. Ég er svo rugluð í þessu hvernig þetta er alltsaman gert. Annars er ég búin að vera engill að því leitinu til að ég er búin að borða fisk tvisvar í þessari viku. Tvo daga í röð. Fékk mér reyndar aftur klaustursbleikjuna og bjó til kartöflusalatið góða með. Ég held mig við það sem virkar, ég er enn á hjálparadekkjunum hvað fiskinn varðar. :)

Ég vissi ekki að það væri svona langt síðan ég bloggaði síðast, Þessi vika hreinlega flaug hjá. En ég er búin að finna út alveg geggjaða spaghetti uppskrift upp á danska mátann. Ég er mikill spaghetti lover, þannig að þetta er stórt skref í áttina að ævarandi ddv-hamingju hvað mig varðar. Ég steikti 170 grömm nautahakk, setti síðan bolla af vatni út í og lét það sjóða smá. Bætti síðan dós af niðursoðnum tómötum saman við, 240 grömm, kryddaði með hvítlauksdufti og smá season all og lét sjóða. Bætti síðan út í 100 grömmum af tómatpúrru og leyfði þessu síðan malla á meðan ég sauð spaghetti-ið. Blandaði síðan út í 75 grömmum af spaghetti og borðaði með bestu lyst. Þó lystin hafi reyndar verið farin að dvína allverulega þarna í lokin. Þetta var dálítið eins og skammtur fyrir 300 kílóa eðalborinn súmóglímukappa.

Fékk mér síðan Pepsi Max með, en þetta er í fyrsta skiptið í tvær vikur sem ég bragða á hinum heilaga hálfa lítra af diet gosi sem ég hélt að myndi bjarga lífi mínu á þessum kúr. Nú spyr ég ykkur kæru lesendur, er ég orðin snarhoppandi geðveik, eða er kanilbragð af Pepsi Max? Ég held að allt þetta grænmeti sé búið að skemma í mér bragðlaukana. Ég hef alltaf elskað Pepsi Max, hugleiddi meira að segja á einum tímapunkti hvort ég gæti ekki fengið það í æð á meðan ég svæfi. ;) En þessi ást virðist hafa verið ansi fallvölt því ég ætlaði nú ekki að þekkja fornvin minn hérna áðan þegar ég tók fyrsta sopann.

Voðalega er þetta blogg orðið háfleygt...

Annars hefur unnusti minn og tilvonandi kústskaft beðið um fylltar paprikur í matinn á morgun. Ég hugsa að ég noti spaghetti uppskriftina mína, nema ég ætla að blanda 75 grömmum af hrísgrjónum við réttinn og sleppa náttúrulega spaghettinu, setja þetta svo í paprikur og inn í ofn. En hvernig er það, má ég ekki nota smá ost ofan á? Ef ég mínusa hann samviskusamlega frá mjólkurskammtinum, þ.e.a.s?

Ég er ekki frá því að þessi matarþráhyggja sem þessi kúr hefur komið með inn í líf mitt sé nokkuð óheilbrigð. Ég fer yfir matseðilinn mörgum sinnum á dag, spái og spekúlera, eyði löngum tímum í matvöruverslunum að rýna í grænmetið og kjötborðið, plana máltíðirnar langt fram í tímann, bý til uppskriftir í höfðinu daginn út og inn og skrifa niður allt sem ég borða. Þetta getur ekki verið heilbrigt, Það bara stenst ekki. Ég er samt að reyna að sannfæra sjálfa mig að þetta sé bara hobbý hjá mér. Ég er ekkert rugluð, ég bara á mér áhugamál. Svona eins og gaurarnir sem spá í fótbolta allan daginn og tippa á leikina. Þessi röksemdafærsla heldur alveg þangað til að ég man að mér hefur alla tíð fundist gaurar sem eru svoleiðis vera alveg snarruglaðir. En hvað um það... ef það að vera ruglaður er það sem blívar í baráttunni við að grenna sig, þá er ég alveg sátt við það. Eitt stykki geðheilsa er lágt verð. :)

Annars finnst mér ég ekki vera alveg hreinskilin þegar ég tala um baráttu við að grenna mig. Í sannleika sagt, hef ég nú aldrei verið í neinnu baráttu við að grenna mig. Einfaldlega af því að ég lagði ekki í bardagann. Ég var of löt til þess að grenna mig. Barátta mín hefur kannski miklu frekar fólgist í því að berjast við sjálfa mig, fá mig til þess að gera það sem er mér sjálfri fyrir bestu. Sem er náttúrulega fáranlegt. Að maður skuli éta utan á sig tugi kílóa án þess að bregðast við. Ekki eitt til tvö kíló, heldur tugi kílóa. Manni fannst maður of feitur, leið illa o.s.f.v, en samt fór maður og borðaði hamborgara og fitnaði ennþá meira. Þurfti ennþá stærri föt. Ég man eftir því að vera 20 kíóum léttari heldur en þegar ég fór í átak í vor, 10 kílóum léttari en ég er núna, og finnast ég vera feit. Ég man eftir því að standa á vigtinni, sjá töluna 75 kíló og hugsa, "guð minn góður nú verð ég að gera eitthvað". Síðan er ég orðin 95 kíló, nokkrum árum seinna, og enn að japla á sama viðkvæðinu, "guð minn góður, nú verð ég að gera eitthvað". Án þess að gera nokkurntíman neitt. Og án þess að sjá nokkurntíman neinn mun í speglinum, sem er frekar undarlegt. Ég var feit. Ég er feit. Ég hef alltaf verið feit. En ég sé lítinn stigsmun á mér á milli kílóa. Kílóatuga meira að segja. Veit ekki hvað þetta eiginlega er. Ég get hinsvegar séð mikinn mun á mér á milli daga. Suma daga er ég bjartsýn og þá er ég bara fín í fötunum mínum og ekkert hræðilega ófríð. Aðra daga finnst mér eins og ég þurfi að ýta bumbunni á undan mér í barnavagni. Ég á granna daga og feita daga. En það fyndna er, á feitu dögunum nenni ég ekkert að vera í megrun. Mér finnst ég bara ógeðsleg og ætla bara að borða Ben and Jerry's og horfa á Family Guy á DVD. En á grönnu dögunum, þá vil ég bara kál og gras því ég er svo grönn og alltaf að grennast og verð að passa upp á mig. Rökrétt ætti þetta nú að vera öfugt en þannig virkar það nú ekki.

Hm. Ég er að sjá það betur og betur eftir því sem ég skrifa meira um þetta að ég er klárlega alveg hreint kolfokkíngvitlaus.

En ég ætla að losna við feitu dagana úr höfðinu núna. Ef ég er bjartsýn um sjálfa mig og átakið mitt, þá gengur það svo miklu betur. Ég nenni ekki að leggja neitt á mig fyrir manneskju sem er óforbetranlegur fituhlunkur... en ég nenni alveg að borða gras fyrir stelpuna sem þarf bara aðeins að leggja af til að sigra heiminn. Ok ég er farin að bulla...

Góða nótt, góðir hálsar... hvar svo sem þið eruð!!


Comments:
Ég verð nú að segja ð þessar vangaveltur og hugsanir og pælingar eru bara normal, og nokkuð góðar bara.
Margt sem ég gat samsamað mér í.
langar að fylgjast með þér í minnkuninni :)
Sjálf er ég að byrja í DDv á miðvikudaginn (fyrsti fundur :))

kv
Nínas
 
Elsku Aldís, ég verð bara að segja að þetta er nú aðeins flóknara heldur en bara leti, þú veist það sjálf, ýmislegt hefur gengið á hmmm. EKKI berja þig svona niður, þú ert mannleg og á þessu svörtu dögum þá getur maður ekki séð fram fyrir bumbuna á sér og vill bara fá skyndilausn, eitthvað sem vekur gleði hjá manni, STRAX, ekki að eftir mánuð að þá geti maður keypt sér minni föt. Ég held að það sé mjög eðlilegt að hugsa svona mikið um mat, sérstaklega í byrjun, en svo á þetta náttúrulega að verða lífstíll þá verður þetta meira automatískt, að ég held. Jæja nú er ég hætt að reyna vera eitthvað gáfuleg, það er ekkert að ganga mjög vel hehe : p bestu kveðjur Nanna Dögg
 
Post a Comment

Archives