Á Hverfanda Hveli <$BlogRSDUrl$>

Á Hverfanda Hveli

Tuesday, March 28, 2006

Tapari

Það fór 1 kíló í nýliðinni viku, þannig að þá er ég búin að tapa 3 kílóum á tveimur vikum sem er nú bara ágætt. En reyndar bara tveim af fimm hvað markmiðin mín varðar, því þegar ég byrjaði var ég í raun einu kílói þyngri en ég hélt... var í afneitun með að vera búin að fitna aftur um næstum því kíló ;) En það kíló er s.s farið á hinar eilífu veiðilendur og þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því meir.

En ég á þrjú kíló eftir í fyrsta takmarkið. Það væri ekkert mjög sorglegt ef ég næði þeim af mér á næstu tveim eða þrem vikum. Ég verð samt að reyna að ákveða einhver góð verðlaun fyrir mig. Ég v ar að spá í klippingu og litun... en samt finnst mér það eitthvað svo shitty verðlaun af því að ég veit að ef ég væri ekki að verðlauna mig, þá færi ég samt í klippingu og litun. Það er smá galli á þessu verðlauna systemi hjá mér. Það er ekkert sem ég mundi ekki veita mér með glöðu geði svona alla jafna.

Reyndar hefur mig lengi langað í svona tannhvíttun með ljósi og ég er nokkuð viss um að það verði eitt af verðlaununum. En mig langar samt að geyma það aðeins og hafa það kannski sem verðlaunin fyrir 10 eða 15 kíló. En nú verða allir að hjálpa mér og koma með uppástungur af verðlaunum handa mér.

Ég var að spá í að hafa þetta kannski þannig að verðlaununum fylgdi líka upphæð sem væri eyrnamerkt fatakaupum, og þá 5000 krónur þegar ég missi 5 kíló, 10.000 krónur þegar ég missi 10 kíló o.s.f.v. Því mér á ekkert eftir að veita af 25.000 þegar ég er búin að þessu :) Ég á ekki eftir að eiga eina spjör. En það verður samt bara gaman held ég. Kvíði nú ekki mikið fyrir því ;)

Fylltu paprikurnar á Laugardaginn heppnuðust rosalega vel, og voru í raun mjög sniðug máltíð þar sem að tvær paprikur voru rúmlega grænmetisskammturinn minn. Ég setti síðan ost ofan á og bakaði í ofni og þetta var alveg rosalega gott. Elda þetta pottþétt aftur. Ég var samt alveg í klukkutíma að borða þetta, þetta var svo svakalega mikið. Ég er alltaf að bíða eftir að venjast þessum mammútsskömmtum.

Í gær var ég síðan með grillaðan fisk og kartöflusalat... alveg að deyja úr fjölbreyttni hvað fisknum viðkemur ;) hehe En þetta er samt bara rosalega góður matur. Ég er alveg stórhrifin af þessum fisk. (There's seven words I thought I'd never say!)

Mig langar rosalega að panta svona bragðefni og allskonar dót frá Danmörku en ég er svo hrædd um að þetta verði stopp í tollinum. Ég er búin að vera á bið í símanum að hlusta á On The Wings of Love hjá tollinum núna í 30 mínútur, og fæ við og við samband við Bjarna sem vill að ég tali við Jóhannes eða Jóhannes sem vill að ég tali við Bjarna. Og svo einhverja konu þarna inn á milli sem vill ekki svara neinu þannig að neitt vit sé í. Ég elska ríkisstofnanir :D hehe

Annars er eiginlega ekkert í fréttum, ætla að elda spaghettí í kvöldmatinn fyrir mig og svikula kústskaftið mitt sem fékk sér bjór um helgina og setti kokteilsósu á DDV pítsuna! :) Og svo verður að sjálfsögðu DDV ís í eftirmat. Ég er alveg orðin hooked á súkkulaði ísnum frá þeim. Samt á ég ísvél og langar rosalega að búa til ís sjálf, en allar uppskriftirnar sem ég finn innihalda svona bragðdropa.

Keep on truckin'...


Comments:
Held að þú getir keypt öll bragðefni á DDV fundum, á sama tíma og það er vigtað. Getur alveg mætt bara og keypt bragðefni þó svo að þú sért ekki meðlimur. Bara vesen að vera að panta frá útlöndum :)
 
Þú ert svo dugleg! :) ég er nýbyrjuð og ég á sko eftir að kíkja oft hingað inn til að skoða hvað þú hafir nú verið með í matinn! mmm fæ bara vatn í munninn.. :) prufa kannski paprikurnar um helgina :)

Gangi þér þrusuvel!
Nínas
 
Post a Comment

Archives