Á Hverfanda Hveli <$BlogRSDUrl$>

Á Hverfanda Hveli

Thursday, March 30, 2006

There's a hole in my soul that's been killing me forever...

Ohh, ég elska Aerosmith.. :) Ég stóðst fyrstu alvarlegu megrunarkúrsfreistinguna í gær. Ég fór í barnaafmæli hjá vinkonu minni (that's how you know you're getting old, vinkonurnar eru farnar að bjóða þér í barnaafmæli!), og þar flóði allt í kökum og heitum brauðréttum. Ég sat við borð með vinkonunum og þær gúffuðu allar í sig stórri bangsaköku sem var á borðinu fyrir framan okkur... og ég snerti ekki neitt. Fékk mér eitt lítið glas af Pepsi Max og spjallaði bara. Mér fannst það ganga nokkuð vel bara.

Vinkona mín sem var að halda afmælið kom síðan og galaði yfir borðið "heyrðu jaaá, þú mátt ekki borða neitt af þessu! Ég á epli held ég..." Þetta fór nett í taugarnar á mér, ég veit ekki af hverju. Ég verð alltaf mjög vandræðaleg ef fólk veit að ég er í megrun. Held að mér finnist það eins og einhverskonar viðurkenning á því að ég sé feit. (?) Sbr. kannski það að alkar eru í rauninni ekki alkar fyrr en þeir fara í meðferð. Ég vil bara svona grennast létt og löðurmannlega án þess að nokkur taki eftir. Veit ekki hvort ég hafði hugsað mér síðan að neita fyrir að ég hafi farið í megrun ef einhver skyldi spyrja. Ég vil bara ekki láta beina athyglinni að mér og mínum matarvenjum. Ég vil bara fá að vera orðin grönn allt í einu. Eins og ég hafi bara alltaf verið það... Ég veit það ekki, ég er ekki að koma þessu mjög vel frá mér en ég skil þetta varla sjálf. Ég höndla mjög illa að fólk viti að ég er í megrun, nema svona nánastu vinir og fjölskylda. Undarlegt.

Mér finnst samt allir álykta að ef maður er feitur, þá sé maður latur og borði algjörlega eins og svín. Maður sé hirðulaus um líkama sinn og geri ekkert fyrir sjálfan sig, og það sé mjög ámælisverður lífstíll. Fólk er nefnilega með fordóma gagnvart feitu fólki, dregur þessar ályktanir um lífstíl þeirra og hegðun, og siglir undir því flaggi að það sé einungis á móti lífstílnum sjálfum. En ofurfyrirsætur koma síðan í sjónvarpið og halda því fram fullum fetum að þær fari aldrei á fætur fyrr en um hádegi, borði fjóra hamborgara í hvert mál, hreyfi sig aldrei og hámi í sig sælgæti fram eftir öllum nóttum. Þá fagna allir, rosalega eru þær jarðbundnar og eðlilegar... enginn kallar feita manneskju sem lifir þessum lífstíl jarðbundna og eðlilega. Ef þú lítur vel út, þá er öllum alveg sama um lífstílinn. Gella sem að er í kjörþyngd, reykir dagsdaglega, fer á fyllerí allar helgar og sýgur kókaín upp í nasirnar um helgar inni á klósettinu á Pravda, lifir á káli sem hún kastar síðan upp, og borðar Ripped Fuel áður en hún fer í ræktina er álitin heilsusamlegri heldur en manneskja í yfirþyngd sem lifir nokkuð eðlilegu lífi, án þess að vera í neinu sérstöku átaki. Það snýst allt um lúkkið. Ef þú lúkkar rétt, þá er öllum sama hvernig lífi þú lifir.

Þetta er svolítið út úr kú pæling, en ég er búin að vera að spá svolítið í þessu. :)

Annars er ég búin að vera að vorkenna sjálfri mér mikið þegar ég geng niður gangana í matvöruverslunum þessa dagana og sé páskaeggin uppi um alla veggi. Var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að hafa páskaegg sem verðlaunin mín, en finnst það einhvernvegin eins og að skjóta mig í fótinn. En ég er búin að ákveða það að ég ætla að kaupa mér páskaegg, svaka stórt og flott, setja það síðan bara í frystinn og halda mína eigin páska celebration þegar ég er komin í kjörþyngd. Finnst það vera nokkuð góð lausn. :)

Ég og kærastinn erum að fara upp í sumarbústað um helgina, þarf að fara eina góða DDV verslunarferð eftir vinnu í dag og kaupa í matinn. Það er dýrt að vera dönsk í dag :) Ég ætla að kaupa eitthvað gott grillkjöt, það fylgir því alveg að fara upp í bústað að grilla a.m.k einu sinni, alveg sama þó það verði norðangarri og kolvitlaust veður. Þá teipa ég matinn ofan á grillið. Þetta bara verður að vera!

Ég ætla að gera tilraun með að búa til blómkálssúpu bráðlega, sjá hvort ég get gert sæmilega "hvíta" súpu á danska. Mér finnst súpa svo góð, ég væri mjög sátt við að borða grænmetisskammtinn í formi blómkálssúpu for the rest of my life hehe

Hafði annars fisk í gær... grillaðan... með kartöflusalati... dæææææs :)

Lengi lifi fjölbreytnin!! En jæja, svo lengi sem ég er ekki komin með ógeð þá er þetta allt í gúddí. Ég er búin að búa til nýja uppskrift að fiskrétti sem ég ætla að prófa eftir helgina. Set hana inn ef hún heppnast vel (og ég lifi þetta af!).

Lifið heil :)


Comments:
Hæ hæ, ég er svo græn af öfund, að það sér ekki mun á mér og páfagauknum. Hann er svo óður í kókið mitt að ég á í fullu fangi með að halda honum frá því, mér var nær að leyfa honum að smakka það. Talandi um að skjóta sig í fótinn, hehe. En annars öfunda ég þig mikið af því hvað þú ert dugleg. Ég skil líka alveg að það sé pirrandi að fólk gauli þetta yfir allt, því eins og þú segir þá eru rosalegir fordómar í gangi, þó að fólk láti sem það sé ekki. Ég sendi baráttukveðju. kv. Nanna Dögg
 
Vááá, þú ert æðislegur penni! Og ég skil þig svo vel með báðar þessar pælingar þínar. Mér líður líka svona þegar einhver talar um að ég sé í megrun, fáránlegt, I know, en svona er þetta bara.
Og líka þetta með lífstílinn... úff don´t get me started sko.

En ég vona að þér gangi sem allra allra best :)
Kv. Delgadita (blog.central.is/delgadita)
 
Post a Comment

Archives