Á Hverfanda Hveli <$BlogRSDUrl$>

Á Hverfanda Hveli

Thursday, May 18, 2006

And You Won't Matter Anymore...

Jæja, þá er kústskaftið gone on his merry way og ég er aftur orðin einhleyp. Nú á ég einungis eftir að greinast með sjaldgæfan sveppasjúkdóm sem mun éta af mér andlitið og klessa bílinn minn, og þá mun þetta ár verða fullkomnað. Ef megrunartilraunir mínar voru orðnar veiklulegar fyrir, þá eru þær foknar út í veður og vind núna. Og ég skil ekki hvað ég er að gera. Væri það ekki rökrétt, fyrst mér hefur verið skilað aftur á kjötmarkaðinn, að reyna að "trim the fat" og gera sjálfa sig meira aðlaðandi (svo maður nái sér nú fleiri karlmenn og meira vesen - drottinn minn!)? En nei, ég geng officially fyrir sykri þessa dagana og ég geri í því að borða allt sem er óhollt sem á vegi mínum verður. Ég var að hugsa í vikunni hvort ég ætti ekki að gleyma bara karlandskotanum og taka danska með trompi, og ég greip mig við það að hugsa eitthvað á þessa leið "nei, það er ekki nóg fyrir mig núna". En auðvitað er danski kúrinn nóg til að seðja allt líkamlegt hungur (og rúmlega það). Þannig að það er spurning hvað ég ætla mér eiginlega að lækna með þessum mat.

Held að þetta tengist hugsanlega því sem ég talaði um um daginn, þessi þögla uppreisn. Ég er eins og Bjartur í Sumarhúsum, alltaf í algjörlega tilgangslausri sjálfstæðisbaráttu sem skaðar engan nema mig sjálfa. Núna ber ég enga ábyrgð gagnvart neinum, það vill mig enginn (s.s þessi eini maður sem mun átta sig harkalega á því hverju hann missti af einn daginn)og þá get ég skýlt mér bakvið það með dollu af Ben and Jerry's.

Ég veit samt að þetta er ekki rétt. Ég veit það alveg að hugsanir mínar eru algjörlega órökréttar. Af þessu leiðir að ég er farin að halda að ég sé geðklofi. Það er eins og það sé ósjálfráð manneskja inni í mér sem tekur öll völd stundum , og það er sama hvað minn innri vitringur kvabbar og kveinar um boð og bönn, þessi ósjálfráði einstaklingur bara fer sínu fram sama hvað tautar og raular. Á einu leveli er ég að hugsa "ég ætti að byrja aftur á danska, ég verð að gera það... ég verð að losna við þessi kíló" og í þeim sömu töluðu (hugsuðu) orðum borðar ósjálfráða manneskjan snúð og kókómjólk undir þeim formerkjum að hollur matur sé "ekki nóg".

En svo fattaði ég áðan, að ég get með þessu móti komið mér undan öllu. Ég er ekki ábyrg fyrir neinu. Kæru lesendur, varið ykkur á þeim sem eru duglegir að sálgreina sjálfan sig! Svoleiðis fólk tekur nefnilega ekki ábyrgð á neinu. Case in point; Ég skilgreini hinar ýmsu geðveilur og óstjórnlega klofna persónuleika daglega sem útskýringar öllu sem ég geri sem samræmist ekki minni vitund, og firri mig þar með ábyrgðinni af því sem ég geri sjálfri mér. Ég veit alveg að ég er ekki tilbúin til að taka mig í gegn strax, ég er eiginlega ennþá of mikið í rúst til að vera ábyrg... en ég er búin að setja mér deadline. Næsta Mánudag byrja ég aftur. Þá er ég búin að taka viku í að syrgja og skemma fyrir sjálfri mér og ætti að vera búin að refsa sjálfri mér nóg fyrir eitthvað óskiljanlegt. Ég ætla að kaupa inn fyrir næstu viku um helgina, fylgja matseðli sem ég er búin að skrifa og sjá hvort ég hressist ekki bara við þegar ég fer að sjá einhvern árangur aftur - kústskaft or nó kústskaft. Karlmenn eru ofmetnar lífverur hvortsemer ;)

Þetta var ekki mjög uppbyggilegt innlegg á átaksbloggið kannski... en what the hell, það er ekki eins og ég hafi af mörgum megrunarafrekum að státa þessa dagana. Ég vona bara að ykkur gangi öllum betur en mér.

Látið ykkur hverfa, elskurnar ;)


Comments:
Leitt að heyra með kústskaftið.. en við erum svo heppnar að það eru til tæki og tól sem leysa mesta vandann fyrir utan faðmlög og kossa, í nánast næstu búð. Og ef manni langar í góða samræður þá hringir maður bara í vinkonurnar..
Vonandi ertu að hressast, sambandslit eru allaf erfið.
Held þú komir sterk inn á mánudaginn :) getur þetta vel! En fyrir mestu er að þú ert að gera þetta fyrir þig og engan annan, ekkert kústskaft..það virkar ekki þannig.

Gangi þér vel skvísa!
 
Post a Comment

Archives